Marokkóskur kjúklingur

IMG_2374Ég fékk einhverja svona sjúklega löngun í kjúkling með kryddum og döðlum um daginn. Þá fór ég á stúfana að finna einhverja djúsí uppskrift en fann enga sem heillaði mig alveg. Þá ákvað ég að búa til mína eigin uppskrift með því sem mig langaði að hafa!

Ég ákvað að hafa þetta í marrokkókóskum stíl. Það er eitthvað svo heillandi við svona framandi mat sem er stútfullur af brögðum og kryddum. Í miðausturlenskri og arabískri matargerð er mikið um þurrkaða ávexti, hnetur og grjón og notaði ég það sem innblástur í þennan ilmandi kjúkling!

Continue reading

Grænmetisbaka

IMG_2343Í takt við hollara mataræði og breyttan lífstíl, hef ég ákveðið að prófa mig áfram með grænmetisuppskriftir. Grænmeti er nefninlega svo mun meira heldur en meðlæti! Þó það væri reyndar ekki hægt að borga mér fyrir að vera grænmetisæta, þá er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt!

Grænmetisbökur eru mjög skemmtilegar og auðveldar, maður getur auðveldlega gert þær alveg að sínu höfði og um að gera að prófa sig áfram með allskonar hráefni. Bökur sem þessar kallast quiche á móðurmálinu, frönsku. Þær eru partur af franskri matarhefð en eru nú til í hundrað mismunandi útgáfum í takt við hinar ýmsu menningar.  Continue reading

Parmesanristað brokkolí

IMG_2184Brokkolí er allra meina bót! Með góðum rétt þarf alltaf að vera gott meðlæti og brokkolí er akkúrat grænmeti sem passar með svo mörgum réttum. Ég er sérstaklega hrifin af þessu parmesanristaða, því ég elska parmesan. Galdurinn er að setja nógu mikið af ostinum til að fá fallega seltu með brokkolíinu sem og stökkan ost til að gefa réttinum smá sérstöðu.

Þetta brokkolí passar einstaklega vel með fiski eða kjöti, eða eitt og sér sem snarl!

Continue reading

Bleikja í pistasíuraspi

IMG_2162Okkur vinkonurnar hefur lengi langað að elda einhverja æðislega góða bleikju með flottu meðlæti. Eftir mikla leit sættumst við á uppskrift að bleikju í pistasíuraspi en eins og góðum matreiðslumanni sæmir, verður maður alltaf að breyta og bæta uppskriftirnar eftir sínu eigin höfði.

Þetta er ljúffeng bleikja með skemmtilegri sætu á móti söltum og stökkum hneturaspinum, fullkomið handa matgæðingum!

 

Continue reading

Kokteill: Basil Gimlet

Processed with Rookie

Áfram heldur kokteilagerðin! Um daginn hélt ég partý og þar sem ég elska að vera góður gestgjafi ákvað ég að sjálfsögðu að hrista nokkra kokteila ofan í liðið. Mig langaði að prófa aðra uppskrift en Bee’s Knees kokteilinn sem ég er orðin vön að gera og er búin að ná fullkomlega. Ég spurði því færan barþjón, hvaða kokteil hann myndi hrista ofan í marga, sem væri ódýr og auðveldur. Svarið var “Basil Gimlet!”

Þessi kokteill er líka gin-based eins og Bee’s Knees og inniheldur ferskan limesafa, sykursýróp og basilikkulauf. Einfalt, ódýrt og fljótlegt! Svo ekki sé minnst á gómsætt…

Continue reading

Heimagert guacamole

IMG_1662Þetta er án efa ein auðveldasta uppskrift í heimi. Það þarf ekki mörg innihaldsefni, aðferðin er sjúklega auðveld og bragðið enn betra!

Klassískt guacamole, eða avókadómauk, samanstendur af þroskuðu avókadó, salti, pipar og lime safa. Guacamole á rætur sínar að rekja til Azteca í Mexíkó og er núna einkennandi fyrir mekíkanska matargerð. Guacamole má njóta með góðu salsa og nachos, í flesta aðra mekíkanska rétti og meira að segja ofan á ristað brauð!

Avókadóið, safinn og saltið eru góður grunnur en það má alltaf bæta út í kryddum og sjá hvað gerist!

Continue reading

Fajitas í ofni

Processed with Rookie

Hver elskar ekki góðar fajitaskökur, fylltar með allskonar gúmmelaði og bornar fram með góðu guacamole?

Ég ætla auðvitað ekki að fara að halda því fram að þetta sé jafn gott og alvöru fajitas sem maður fengi hjá mexíkóskri fjölskyldu – en þetta var fáránlega gott og fáránlega einfalt!

Ef þú ert orðin þreyttur á að borða fajitas alltaf eins, þá er þetta sjúklega auðveld leið til að uppfæra góðan rétt og gera hann ennþá betri!

Continue reading

Brokkolí og kartöflumús

IMG_1565Það er alltaf gott að huga að því hvaða meðlæti hentar með hverjum rétt. Oftar en ekki er það meðlætið sem skiptir mestu máli eða gerir réttinn að því sem hann er.

Það er til dæmis alltaf gott að hafa kartöflur, stórar, litlar, grillaðar, bakaðar, sætar, músaðar – kartöflur eru snilld!

Með Kænugarðskjúklingum hafði ég þessa ómótstæðilegu brokkolí-kartöflumús. Hún er að sjálfsögðu meinholl og aðeins öðruvísi en venjuleg kartöflumús.  Continue reading