Kænugarðskjúklingur

Processed with Rookie

Í gær galdraði ég fram klassískan rétt sem fólk ætti að kannast við, Kænugarðskjúkling eða Chicken Kiev eins og hann heitir á enskunni.

Þetta er algjört “comfort food” og er þessi uppskrift einmitt úr bók Jamie Oliver sem heitir Comfort Food. Uppskriftin sjálf er þó alls ekki ný af nálinni þar sem rétturinn á rætur sínar að rekja til fyrrum Sóvétríkjanna. Það fara þó tvennar sögur af því hvort rétturinn sé upprunnin frá Úkraínu eða frá snobbuðum rússneskum matarklúbbum í byrjun 20.aldar. Hvað sem því líður þá er Kænukjúllinn ómótstæðilegur og djúsí!

Þetta er réttur sem gæti reynst flókinn í framkvæmd fyrir óharnaða leikmenn, en eins og ég segi alltaf – ef maður tekur sér tíma og er ekki að flýta sér, verður allt miklu bragðbetra. Matseld á ekki að vera kvöl heldur skemmtun.

IMG_1563Kænukjúlli þessi (finnst ykkur þetta ekki flott þýðing hjá mér?) var borinn fram með spínati og æðislegri brokkolí- og kartöflumús, sítrónusneið og brosi! Ég hlýði náttúrulega öllu sem hann Jamie vinur minn segir og þetta er fyrsta uppskriftin sem ég prófa úr bókinni hans Comfort Food. Kjúklingurinn er fylltur með kryddsmjöri og beikoni, raspaður og steiktur. Hann er kláraður inn í ofni og borinn fram með sítrónusneið.

IMG_1549

Kænugarðskjúklingur (4 – 6 manns)
4 kjúklingabringur
150 gr brauðraspur
2 egg
50 gr hveiti
Ólífuolía
Salt & pipar

Kryddsmjörið
200 gr beikon
150 gr ósaltað smjör
4 hvítlauksgeirar
Cayennepipar
Steinselja
Salt

Meðlæti
Brokkolí- og kartöflumús (uppskrift hér)
Spínat
Sítrónusneiðar

Byrjið á því að hita pönnu með góðum slurk af ólífuolíu. Skerið beikonið í bita og steikið á pönnunni þangað til það er orðið fallega gyllt og stökkt. Geymið til hliðar.

IMG_1551
Setjið smjörið í skál og hellið afgangsfitunni af beikoninu, heitri, yfir smjörið. Bræðið það saman og bætið kryddunum út í, einni góðri klípu af þurrkaðri steinselju, vel af cayenne og kremjið svo hvítlaukinn út á. Hrærið vel saman þangað til smjörið verður alveg slétt og fallegt. Geymið inn í ísskáp og leyfið að harðna.

Forhitið ofninn í 200°C með undir og yfir hita. Setjið pott á helluna með vatni og salti, til að græja brokkolí-kartöflumúsina.

Nú þarf að taka bringurnar og gera vasa í þær svo hægt sé að fylla þær með kryddsmjörinu. Leggið bringuna á skurðarbretti. Ef bringan er stór og saltsprautuð er gott að berja hana aðeins til, til að fletja hana út og reyna að gera hana jafnari. Takið síðan stóran, beittan hníf og þrýstið inn breiðari endann á bringunni og skerið aðeins inn í hliðarnar. Passið ykkur að skera ekki í gegnum bringuna. Vandið ykkur að gera fallegan vasa og opnið hann svo með fingrunum. Hérna getið þið séð myndband.

IMG_1561

Þegar smjörið hefur harðnað má taka það út og blanda beikoninu við. Síðan má fylla upp í vasana með smjörinu og beikoninu. IMG_1558Því næst skal koma eggjunum, hveitinu og raspinum í sér skálar. Þegar bringurnar eru fylltar þarf að raspa þær. Byrjið á að velta þeim upp úr eggjunum, því næst hveitinu og svo þekja þær með brauðraspinum. Þegar bringurnar eru raspaðar skal hita pönnu á heitri hellu með djúpsteikingarolíu (Isio4 eða svipuðu). Steikið bringurnar í 1 mínútu á hverri hlið, eða nóg til að þær verði gylltar og fallegar. Olían þarf að ná upp að börmunum á pönnunni, meira en þegar maður nota ólífuolíu. Leggið bringurnar síðan í eldfast mót, setjið aðeins meira af raspi yfir.

Hafið kjúklinginn inn í ofni í 20-30 mínútur. Ef þið eruð í vafa með eldunina getið þið skorið aðeins í eina bringuna þar sem hún er þykkust. Ef hún er hvít og jöfn, er hún elduð í gegn. Ef hún er glær og vatnskenndari, þarf hún að vera lengur inn i. Þegar kjúklingurinn er til og tekinn úr ofninum er æðislegt að strá smá parmesanosti yfir, fyrir auka seltu og bragð!

IMG_1564

Brokkolí-kartöflumúsin ætti að vera tilbúin á meðan kjúklingurinn er inn í ofninum! Berið fram á spínatbeði og með einni sítrónusneið á mann. Þetta er alveg æðislegur réttur svo verði ykkur að góðu! Delish!

Advertisements

One thought on “Kænugarðskjúklingur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s