Bleikja í pistasíuraspi

IMG_2162Okkur vinkonurnar hefur lengi langað að elda einhverja æðislega góða bleikju með flottu meðlæti. Eftir mikla leit sættumst við á uppskrift að bleikju í pistasíuraspi en eins og góðum matreiðslumanni sæmir, verður maður alltaf að breyta og bæta uppskriftirnar eftir sínu eigin höfði.

Þetta er ljúffeng bleikja með skemmtilegri sætu á móti söltum og stökkum hneturaspinum, fullkomið handa matgæðingum!

 

Ég er persónulega hrifnari af bleikjunni en t.d. laxinum, hún er magurri en laxinn og mér líkar það betur. Ég fór í Kjöt og fiskbúðina á Bergstaðastræti, á móti Bernhöftsbakarí í Þingholtunum. Hún opnaði í fyrrasumar en er strax ein af mínum uppáhalds. Góður fiskur og gott kjöt, yndislegar delicatessen vörur í bland við krydd, hnetur og allskonar sósur og sinnep.

IMG_2149 IMG_2150 IMG_2151

Fyrir þrjá keypti ég þrjú bleikjuflök en það var sko meira en nóg, næstum heilt flak eftir, enda vorum við nú þrjár smekklegar konur að spísa saman. Fyrir þessa uppskrift þarf að gera tvo hjúpa, klístraða marineringu og svo stökka hneturaspinn. Með þessu hafði ég ofnbakaðar sætar kartöflur og parmesanristað brokkolí og að sjálfsögðu, gott hvítvín.

Bleikja í pistasíuraspi
Fersk bleikja eða lax

Klístruð marinering
3 msk gróft sinnep
3 msk smjör
3 msk hunang

Hneturaspur
2 pk pistasíukjarnar
1 pk furuhnetur

Ólífuolía
Salt&pipar
Sítróna

Meðlæti
1 stór brokkolíhaus
150 – 200 gr parmesan
1 stór sæt kartafla

IMG_2155

Ég var að fá nýjan blandara og er alveg í skýjunum yfir því, svo ég ákvað að byrja á raspinum. Ég setti hneturnar í blandarann, bætti við klípu af salti og pipar og hellti um það bil 2 msk af ólífuolíu út í blönduna. Maukið hneturnar þannig að þær verði áþekkar pestó. Ekki mauka þær of mikið því þá verða þær bara að hnetusmjöri og við missum þetta skemmtilega stökka bragð sem við sækjumst eftir með raspinum. Geymið þetta svo til hliðar.

IMG_2167

Hitið ofninn á undir/yfir hita og ca. 180°c.

Næst tökum við fiskinn. Leggið flökin niður á bretti og skerið nokkrar litlar rákir í kjötið. Með þessu fer marineringin betur inn í kjötið og bragðið verður betra. Geymið fiskinn til hliðar á meðan þið bræðið klístruðu marineringuna saman í pott.

Á heita hellu ofan í pott fer grófa sinnepið, smjörið og hunangið. Bræðið það vel saman en passið ykkur að hunangið brenni ekki við. Alls ekki láta hana sjóða, bara hita hráefnin saman í blöndu. Þegar marineringin er orðin að góðri blöndu og er jöfn, takið hana af hellunni og leyfið aðeins að kólna. Þegar hún hefur náð stofuhita skal marinera fiskinn. Þekjið flökin með marineringunni, annað hvort með skeið eða pensli. Passið að allt kjötið sé vel þakið af marineringu, annars helst hneturaspurinn ekki við.

IMG_2179

Ég leyfði fisknum að liggja í þessari marineringu á meðan ég græjaði parmesanristaða brokkolíið. Ég var búin að skera sætu kartöflurnar í smáa bita, þekja með ólífuolíu, salti og þurrkaðri basilikku og setja þær af stað inn í ofn. Sætar kartöflur þurfa ágætlega langan eldurnartíma, ca. 20-30 mín í heitum ofni. Þá er um að gera að vera búin að græja kartöflurnar svo þær verði tilbúnar á sama tíma og maturinn.

Því næst er að setja pistasíuraspinn á fiskinn. Þekjið hvert flak fyrir sig af raspinum, hafið raspinn þéttan og ekki láta sjást í neina helgidaga. Setjið fiskinn svo í eldfast mót og inn í ofn. Bleikjan er mjög viðkvæm í eldun, of lítið og hún verður hrá en of mikið og hún verður þurr og bragðlaus. Ég myndi segja að 10 mínútur væru nóg fyrir flökin en það er um að gera að kíkja á fiskinn, skera aðeins í hann og sjá hvort manni líkar eldunin.

Processed with Rookie Cam

Bleikjan er svo borin fram með grófu sinnepi, brokkolíinu og sætu kartöflunum. Ég keypti síðan fallega grænt kryddjurtasinnep í Kjöt og fiskbúðinni og hafði með. Um að gera að hafa ferskar sítrónusneiðar með og auka parmesan. Delish!

Verði ykkur að góðu!

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s