Marokkóskur kjúklingur

IMG_2374Ég fékk einhverja svona sjúklega löngun í kjúkling með kryddum og döðlum um daginn. Þá fór ég á stúfana að finna einhverja djúsí uppskrift en fann enga sem heillaði mig alveg. Þá ákvað ég að búa til mína eigin uppskrift með því sem mig langaði að hafa!

Ég ákvað að hafa þetta í marrokkókóskum stíl. Það er eitthvað svo heillandi við svona framandi mat sem er stútfullur af brögðum og kryddum. Í miðausturlenskri og arabískri matargerð er mikið um þurrkaða ávexti, hnetur og grjón og notaði ég það sem innblástur í þennan ilmandi kjúkling!

Continue reading

Advertisements

Kínverskur appelsínukjúklingur

Processed with Rookie

Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og ég elska að elda mat sem setur mig alveg út fyrir þægindarammann. Þess vegna ákvað ég um daginn, þegar ég fékk sjúka löngun í kínverskan appelsínukjúkling, að læra að gera hann sjálf!

Nú, þessi uppskrift er svolítið flókinn að því leitinu til að hún þarfnast djúpsteikingar en almáttugur hvað það er þess virði þegar á hólminn er komið.

Uppskriftin er samblanda af nokkrum sem ég fann á netinu og svo því sem mér datt í hug að hafa með.  Continue reading