Kjúklingasalat með grænpestópasta

IMG_1273 Þetta salat er ákaflega einfalt og gott, fljótlegt og þægilegt. Ég nota í það græna pestóið sem ég sýndi ykkur um daginn en það má líka nota rautt pestó eða annarsskonar ferskt pestó.

Þetta salat er ákveðið form af TTÍK, ég tók saman nokkra góða hluti úr ísskápnum og setti í salatið. Vanalega myndi ég hafa beikon líka og jafnvel brauðteninga eða hnetur, eitthvað til að gefa salatinu smá crunch, það er svo gott en í þetta skiptið átti ég hvorugt í ísskápnum og tjah, nennti ekki í búð!

En þetta salat er engu að síður ótrúlega gott og ferskt og pestóið skilar sér alveg í réttinn!

Continue reading

Grænt pestó

IMG_1035Ég elska pestó! Allskonar pestó ofan á allskonar! Pestó með brauði og skinkum, pestó með ostum, með pasta, með kjúkling og í salöt. Ég lærði að gera mitt eigið pestó fyrir nokkru síðan og hef unnið að því að fullkomna grænu pestó uppskriftina mína.

Pestó á rætur sínar að rekja til Genoa í Liguria-héraði á Ítalíu. Hefðbundið pestó samanstendur af hvítlauk, basiliku, furuhnetum, parmesanosti og ólífuolíu. Það er í rauninni það sem við í vestræna heiminum þekkjum sem grænt pestó. Það er samt hægt að gera pestó úr nánast öllu svo framarlega sem maður heldur í grunnatriðin – furuhnetur, hvítlauk, parmesan og ólífuolíu!  Continue reading