Tagliatelle með piparostasósu og beikon

IMG_0974

Pasta er örugglega eitt það auðveldasta sem hægt er að elda, hvort sem það er heimagert eða keypt út í búð. Í þetta skiptið fór ég nú bara út í Krambúð og greip með mér einn poka af tagliatelle.

Þessi uppskrift er það sem ég kýs að kalla TTÍK (tekið til í kæli) þar sem hún er ljúffengt samansafn af því sem ég átti til í ísskápnum.

Hérna getið þið líka séð uppskriftina að piparostasósunni sem ég elska og set út á bókstaflega allt. Uppskriftin virkar eins með alla aðra sambærilega osta.  Continue reading

Advertisements

Hvítsúkkulaði ostakaka með jarðarberjum

11139783_10206690455839190_6887957004984244270_nÞrátt fyrir takmarkaða baksturshæfileika mína er ég forfallin desertáhugamanneskja. Ég myndi ganga svo langt að sjálfskipa mig desertsérfræðing. Ég er ótrúleg þegar kemur að sætindum, ég hlakka eiginlega alltaf mest til að borða eftirréttinn.

Eitt sem er alveg bókað mál að ég panta mér sé það á matseðlinum, er ostakaka. Ég elska ostakökur. Eins mikið og ég tilbið súkkulaði þá kemst súkkulaðikaka ekki með tærnar þar sem ostakakan hefur hælana að mínu mati!

Og hver vissi að ostakökur eru án gríns, það einfaldasta í heimi!  Continue reading

Bjórbrauð

IMG_0932Eins mikið og ég elska að elda, þá er ég ekkert sérlega góð í að baka. Eitt af því fyrsta sem mig langaði að fá Ísak til þess að kenna mér var að baka mjúk brauð og góðar kökur. Ég hef hingað til bara masterað eina köku og það er frönsk súkkulaðikaka, en hún er um það bil það auðveldasta í heimi.

Um daginn héldum við brunch og bökuðum fyrir það djúsí bjórbrauð. Það er ekkert ger í brauðinu svo fyrirhöfnin er lítil og útkoman æðisleg! Brauðið er, eins og flest brauð, langbest heitt með klípu af smjöri.  Continue reading

Brunch í góðra vina hópi

Processed with Rookie

Við Ísak erum svo heppin að vera umkringd góðu fólki. Verandi par matreiðslumeistara og ástríðukokks, finnst okkur fátt eins skemmtilegt og að bjóða fólki í mat. Það fer langur undirbúningur í hvert einasta matarboð, nokkrar ferðir í Bónus og Krónuna í leit að réttu hráefnunum og íbúðin er tekin í gegn í hvert skipti.

Í einum vinahópnum okkar skiptumst við á að bjóða fólki heim í brunch. Þetta höfum við reynt að gera einu sinni í mánuði og skipst á að halda brunchinn. Í þetta skiptið var okkur Ísak falið að vera gestgjafar. Þar sem við höfðum fengið smá leið á hinum hefðbundna egg&beikon brunch ákváðum við að baka bjórbrauð og gera beikonsultu! Continue reading

Heimagerð beikon- og eplasulta

IMG_0880Beikon er allra meina bót, það er mín speki. Beikon á allt segi ég nú bara. Um daginn vorum við Ísak að halda brunch á Bragagötunni fyrir brunchklúbbinn okkar. Já, við erum svaka fullorðins meðlimir í brunchklúbb.

Okkur langaði að prófa að gera eitthvað alveg nýtt í þetta skiptið og ákváðum að gera beikonsultu og bjórbrauð. Uppskriftina að brauðinu má nálgast hér.

Sultan hinsvegar, hljómar í sjálfu sér eins og voða flókið dæmi, en maður lifandi hvað þetta var auðvelt, fljótgert og bragðgott!  Continue reading

Ravioli með tómötum, basil og mozzarella

Processed with Rookie

Það er ekkert leyndarmál að ég elska gott pasta. Það er bara eitthvað svo fallegt við ítalska matargerð, kolvetnin í bland við öll fersku brögðin, grænmetið og ostinn – maður getur ekki annað en hrifist. Pasta, stoð og stytta ítalskrar matargerðar, kemur í mörgum mismunandi formum. Ravioli eru pastaskeljar fylltar með einhverskonar góðri fyllingu. Í rauninni er hægt að setja allt sem hugann lystir inn í ravioli skeljar. Í þessu tilfelli setti ég klassíska samsetningu – tómat, mozzarella og basillauf.  Continue reading

Dúnmjúkt pasta

IMG_0856 Þegar ég segi fólki að ég elski að gera mitt eigið pasta hugsa allir að ég hljóti nú að vera eitthvað klikk að nenna því. Í sannleikanum sagt er alls ekkert svo flókið að gera heimatilbúið pasta en…það er tímafrekt.

Ég er búin að fara í gegnum nokkrar pastauppskriftir í gegnum tíðina og prófa mig áfram. Fyrst þegar ég gerði pasta frá grunni notaði ég einhverja uppskrift af netinu og átti ekki einu sinni kökukefli, hvað þá pastavél, til að fletja út degið. Það var frekar leiðinlegt og tímafrekt!

Continue reading

Hakkbollur með cheddar

IMG_0599

Einu sinni var allt sem ég eldaði með kjúklingi, vegna þess að mér hafði tekist að mastera að elda kjúkling. Undanfarið hef ég verið að mastera að gera kjötbollur og það er í rauninni sjúklega auðvelt að gera góðar, djúsí kjötbollur!

Þessi uppskrift er í rauninni samtíningur úr nokkrum uppskriftum, bæði frá mömmu, Jamie Oliver og hausnum á mér. Það er nefninlega hægt að setja hvað sem er í bollurnar, það fer bara allt eftir því hvað mann langar hverju sinni.  Continue reading

Kínverskur appelsínukjúklingur

Processed with Rookie

Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og ég elska að elda mat sem setur mig alveg út fyrir þægindarammann. Þess vegna ákvað ég um daginn, þegar ég fékk sjúka löngun í kínverskan appelsínukjúkling, að læra að gera hann sjálf!

Nú, þessi uppskrift er svolítið flókinn að því leitinu til að hún þarfnast djúpsteikingar en almáttugur hvað það er þess virði þegar á hólminn er komið.

Uppskriftin er samblanda af nokkrum sem ég fann á netinu og svo því sem mér datt í hug að hafa með.  Continue reading