Marokkóskur kjúklingur

IMG_2374Ég fékk einhverja svona sjúklega löngun í kjúkling með kryddum og döðlum um daginn. Þá fór ég á stúfana að finna einhverja djúsí uppskrift en fann enga sem heillaði mig alveg. Þá ákvað ég að búa til mína eigin uppskrift með því sem mig langaði að hafa!

Ég ákvað að hafa þetta í marrokkókóskum stíl. Það er eitthvað svo heillandi við svona framandi mat sem er stútfullur af brögðum og kryddum. Í miðausturlenskri og arabískri matargerð er mikið um þurrkaða ávexti, hnetur og grjón og notaði ég það sem innblástur í þennan ilmandi kjúkling!

Continue reading

Advertisements

Kænugarðskjúklingur

Processed with Rookie

Í gær galdraði ég fram klassískan rétt sem fólk ætti að kannast við, Kænugarðskjúkling eða Chicken Kiev eins og hann heitir á enskunni.

Þetta er algjört “comfort food” og er þessi uppskrift einmitt úr bók Jamie Oliver sem heitir Comfort Food. Uppskriftin sjálf er þó alls ekki ný af nálinni þar sem rétturinn á rætur sínar að rekja til fyrrum Sóvétríkjanna. Það fara þó tvennar sögur af því hvort rétturinn sé upprunnin frá Úkraínu eða frá snobbuðum rússneskum matarklúbbum í byrjun 20.aldar. Hvað sem því líður þá er Kænukjúllinn ómótstæðilegur og djúsí!

Continue reading

Kjúklingasalat með grænpestópasta

IMG_1273 Þetta salat er ákaflega einfalt og gott, fljótlegt og þægilegt. Ég nota í það græna pestóið sem ég sýndi ykkur um daginn en það má líka nota rautt pestó eða annarsskonar ferskt pestó.

Þetta salat er ákveðið form af TTÍK, ég tók saman nokkra góða hluti úr ísskápnum og setti í salatið. Vanalega myndi ég hafa beikon líka og jafnvel brauðteninga eða hnetur, eitthvað til að gefa salatinu smá crunch, það er svo gott en í þetta skiptið átti ég hvorugt í ísskápnum og tjah, nennti ekki í búð!

En þetta salat er engu að síður ótrúlega gott og ferskt og pestóið skilar sér alveg í réttinn!

Continue reading

Kínverskur appelsínukjúklingur

Processed with Rookie

Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og ég elska að elda mat sem setur mig alveg út fyrir þægindarammann. Þess vegna ákvað ég um daginn, þegar ég fékk sjúka löngun í kínverskan appelsínukjúkling, að læra að gera hann sjálf!

Nú, þessi uppskrift er svolítið flókinn að því leitinu til að hún þarfnast djúpsteikingar en almáttugur hvað það er þess virði þegar á hólminn er komið.

Uppskriftin er samblanda af nokkrum sem ég fann á netinu og svo því sem mér datt í hug að hafa með.  Continue reading