Grillaður aspas með skinku

IMG_1062Það er eitthvað svo ótrúlega fallegt og gott við grænan aspas – aspas súpur, grillaður aspas, aspas í sósur! Ég elska aspas og finnst hann góður sem meðlæti sem og réttur einn og sér. Ég sagði ykkur frá því um daginn að við Ísak buðum Ottó og Jenný í mat. Við elduðum yndislega nautalund, parmesan-kartöflur með og grænan aspas.

Aspas er árstíðarbundinn eins og flest annað grænmeti. Hann er ferskastur frá febrúar út júní og helst nokkuð ferskur í verslunum út júlí. Ég mæli með aspas á grillið í sumar!

Continue reading

Kvöldverður með góðum vinum

IMG_1110Við Ísak elskum að bjóða fólki í mat, ekki að það komi neinum á óvart. Núna á föstudaginn buðum við vinafólki okkar Ottó og Jenný í nautasteikur og kokteila. Við tókum okkur góðan tíma í að elda öll saman, drekka góða drykki og spjalla.

Mér finnst jafn gaman að fá fólk í fínan mat og heimilismat. Það er svo gaman að taka sér tíma, elda saman og nostra við matinn, setjast svo öll niður og njóta.

Við leyfum okkur stundum að fara á fína veitingastaði (sem virkar rosalega vel þegar kærastinn manns er kokkur og allskonar fríðindi fylgja því) en stundum finnst okkur skemmtilegra að elda alvöru steikur og fínan mat heima og bjóða vinum í mat!

 

Continue reading