Kjúklingasalat með grænpestópasta

IMG_1273 Þetta salat er ákaflega einfalt og gott, fljótlegt og þægilegt. Ég nota í það græna pestóið sem ég sýndi ykkur um daginn en það má líka nota rautt pestó eða annarsskonar ferskt pestó.

Þetta salat er ákveðið form af TTÍK, ég tók saman nokkra góða hluti úr ísskápnum og setti í salatið. Vanalega myndi ég hafa beikon líka og jafnvel brauðteninga eða hnetur, eitthvað til að gefa salatinu smá crunch, það er svo gott en í þetta skiptið átti ég hvorugt í ísskápnum og tjah, nennti ekki í búð!

En þetta salat er engu að síður ótrúlega gott og ferskt og pestóið skilar sér alveg í réttinn!

Continue reading

Advertisements

Tagliatelle með piparostasósu og beikon

IMG_0974

Pasta er örugglega eitt það auðveldasta sem hægt er að elda, hvort sem það er heimagert eða keypt út í búð. Í þetta skiptið fór ég nú bara út í Krambúð og greip með mér einn poka af tagliatelle.

Þessi uppskrift er það sem ég kýs að kalla TTÍK (tekið til í kæli) þar sem hún er ljúffengt samansafn af því sem ég átti til í ísskápnum.

Hérna getið þið líka séð uppskriftina að piparostasósunni sem ég elska og set út á bókstaflega allt. Uppskriftin virkar eins með alla aðra sambærilega osta.  Continue reading

Heimagerð beikon- og eplasulta

IMG_0880Beikon er allra meina bót, það er mín speki. Beikon á allt segi ég nú bara. Um daginn vorum við Ísak að halda brunch á Bragagötunni fyrir brunchklúbbinn okkar. Já, við erum svaka fullorðins meðlimir í brunchklúbb.

Okkur langaði að prófa að gera eitthvað alveg nýtt í þetta skiptið og ákváðum að gera beikonsultu og bjórbrauð. Uppskriftina að brauðinu má nálgast hér.

Sultan hinsvegar, hljómar í sjálfu sér eins og voða flókið dæmi, en maður lifandi hvað þetta var auðvelt, fljótgert og bragðgott!  Continue reading