Heimagerð beikon- og eplasulta

IMG_0880Beikon er allra meina bót, það er mín speki. Beikon á allt segi ég nú bara. Um daginn vorum við Ísak að halda brunch á Bragagötunni fyrir brunchklúbbinn okkar. Já, við erum svaka fullorðins meðlimir í brunchklúbb.

Okkur langaði að prófa að gera eitthvað alveg nýtt í þetta skiptið og ákváðum að gera beikonsultu og bjórbrauð. Uppskriftina að brauðinu má nálgast hér.

Sultan hinsvegar, hljómar í sjálfu sér eins og voða flókið dæmi, en maður lifandi hvað þetta var auðvelt, fljótgert og bragðgott! 

Þessi sulta er auðvitað ekki eins og “venjuleg” berjasulta en hana má setja ofan á brauð, blanda við annað kjöt eða kjúkling eða án gríns, borða beint upp úr krukkunni eins og ég stalst til þess að gera.

Beikon- og eplasulta

3 epli
600 gr beikon
2 msk eplaedik
3 msk hlynsýróp
75 gr púðursykur
2 msk pikkluð sinnepsfræ

Byrjið á því að hita helluna og notið stóran pott undir blönduna.

Flysjið eplin og skerið í smáa bita. Mér finnst betra að hafa bitana smáa því eftir því stærri sem bitarnir eru því meira chunky verður sultan, en það er auðvitað eftir smekk hvers og eins. Skerið beikonið líka álíka smátt og eplin.

IMG_0873

 Byrjið á því að setja beikonið ofan í pottinn og steikið þangað til það verður gullið og fallegt. Þegar beikonið er klárt má setja eplin út í og ná þeim álíka gylltum og fallegum. Næst fer púðursykurinn og hlynsýrópið út í, hrærið þessu öllu vel saman og leyfið að malla í ca. 1 mínútu. Hellið edikinu út í, hrærið vel og látið malla í aðrar þrjár mínútur á meðan þið hrærið í. Þegar sultan er að verða tilbúin eru sinnepsfræin sett út í lokin, öllu hrært vel saman og sultan er klár!

IMG_0878

Þetta er svo alls ekki flókið en almáttugur hvað þetta var gott, þessi blanda sem við gerðum fór í þrjár krukkur, tvær sem kláruðust í brunchinum og ein sem varð eftir. Ég notaði hana ofan á bakaða sæta kartöflu daginn eftir og það var fáránlega gott!

Það er best að leyfa sultunni að kólna í opnum krukkum (ef þið ætlið ekki að borða hana strax) og setja svo lok á og inn í ísskáp. Ekki láta ykkur bregða ef þið takið sultuna út daginn eftir og það hefur myndast hvít fituskán í krukkunni. Það er eðlilegt. Til að hita sultuna upp aftur er annað hvort hægt að skella henni í örbylgjuofninn í 2-3 mínútur og hræra vel í eða setja krukkurnar í vatnsbað og hræra.

Verði ykkur að góðu!

Advertisements

One thought on “Heimagerð beikon- og eplasulta

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s