Brokkolí og kartöflumús

IMG_1565Það er alltaf gott að huga að því hvaða meðlæti hentar með hverjum rétt. Oftar en ekki er það meðlætið sem skiptir mestu máli eða gerir réttinn að því sem hann er.

Það er til dæmis alltaf gott að hafa kartöflur, stórar, litlar, grillaðar, bakaðar, sætar, músaðar – kartöflur eru snilld!

Með Kænugarðskjúklingum hafði ég þessa ómótstæðilegu brokkolí-kartöflumús. Hún er að sjálfsögðu meinholl og aðeins öðruvísi en venjuleg kartöflumús.  Continue reading

Rauðrófupestó

11651210_10207260931460724_54954118_nHérna kemur óbilandi pestóástin mín aftur til skjalanna. Ég sagði ykkur frá því um daginn þegar ég gerði grænt pestó, sem er þetta klassíska pestó frá Genoa. Pestóið inniheldur grunninnihaldsefni allra pestóuppskrifta – furuhnetur, hvítlauk, parmesan og ólífuolíu.

Svo framarlega sem maður heldur í þessa grunnhugmynd er hægt að bæta hverju sem er út í og gera það að girnilegu pestói.

 

 

Continue reading

Kokteill: Bee’s Knees

Processed with Rookie

Hver elskar ekki góðan kokteil?

Á síðustu árum hefur kokteilamenningin sprungið út á Íslandi og barir í auknum mæli farnir að bjóða upp á flotta, metnaðarfulla kokteila. Barþjónar hafa líka menntað sig betur í kokteilagerð, farið erlendis og komið til baka með þekkingu og ferskleika í fagið.

Eins og það er nú gaman að fara út á lífið og splæsa í góðan kokteil er álíka gaman að hrista slíka heima hjá sér. Kokteillinn sem ég hristi fyrir Ottó og Jenný í matarboðinu um daginn heitir Bee’s Knees og á sér afar skemmtilega og fræðandi sögu!

Continue reading