Ravioli með tómötum, basil og mozzarella

Processed with Rookie

Það er ekkert leyndarmál að ég elska gott pasta. Það er bara eitthvað svo fallegt við ítalska matargerð, kolvetnin í bland við öll fersku brögðin, grænmetið og ostinn – maður getur ekki annað en hrifist. Pasta, stoð og stytta ítalskrar matargerðar, kemur í mörgum mismunandi formum. Ravioli eru pastaskeljar fylltar með einhverskonar góðri fyllingu. Í rauninni er hægt að setja allt sem hugann lystir inn í ravioli skeljar. Í þessu tilfelli setti ég klassíska samsetningu – tómat, mozzarella og basillauf.  Continue reading

Lasagne

Processed with Rookie

Það er ekkert leyndarmál að ég elska Jamie Oliver. Ég myndi líklegast fara að grenja ef ég myndi hitta hann, ég dýrka matseldina hans og lífsspeki. Þessi uppskrift er úr bókinni Ministry of Food en með þeirri bók hvetur Jamie fólk og fjölskyldur til að læra og fullkomna nokkrar góðar uppskriftir og deila þeim með öðrum! Þannig í takt við  lífsspeki eftirlætismatreiðslumannsins míns, ætla ég að deila með ykkur hinni fullkomnu lasagne uppskrift.  Continue reading