Blogg: Lífstílsbreyting hin hundraðasta

11911730_10207756985581767_889262031_nNú verður þetta aðeins persónulegra

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei verið neinn íþróttaálfur, sem er furðulegt í sjálfur sér þar sem pabbi minn er körfuboltahetja mikil og var ég nánast alin upp í Íþróttahöllinni á Akureyri. En brást mér alltaf boltalistin og þótt mér framan af hreyfing tilgangslaus og leiðinleg.

Continue reading

Advertisements

Brunch í góðra vina hópi

Processed with Rookie

Við Ísak erum svo heppin að vera umkringd góðu fólki. Verandi par matreiðslumeistara og ástríðukokks, finnst okkur fátt eins skemmtilegt og að bjóða fólki í mat. Það fer langur undirbúningur í hvert einasta matarboð, nokkrar ferðir í Bónus og Krónuna í leit að réttu hráefnunum og íbúðin er tekin í gegn í hvert skipti.

Í einum vinahópnum okkar skiptumst við á að bjóða fólki heim í brunch. Þetta höfum við reynt að gera einu sinni í mánuði og skipst á að halda brunchinn. Í þetta skiptið var okkur Ísak falið að vera gestgjafar. Þar sem við höfðum fengið smá leið á hinum hefðbundna egg&beikon brunch ákváðum við að baka bjórbrauð og gera beikonsultu! Continue reading

#siljaeldar verður að bloggi!

IMG_7862

Jæja góðir hálsar, þá hefur hið óumflýjanlega loks átt sér stað – ég er byrjuð með matarblogg!

Nú, þau ykkar sem þekkja mig hafa sjálfsagt tekið eftir því að líf mitt snýst um mat. Ég er alltaf að hugsa um mat. Instagrammið mitt er líka stútfullt af matarmyndum enda elska ég ekkert meira en að elda góðan mat, raða honum fallega á diskinn og taka fallega mynd. Það er miklu leiðinlegra að borða ljótan mat!

Svo þegar #siljaeldar (og öll myllumerkin þar á milli) fóru að ná athygli fólks og fyrirspurnir um matseld mína fylltu skilaboðaskjóðuna mína á Facebook, hugsaði ég – hey, kannski ég ætti bara að blogga!

Continue reading