Grænmetisbaka

IMG_2343Í takt við hollara mataræði og breyttan lífstíl, hef ég ákveðið að prófa mig áfram með grænmetisuppskriftir. Grænmeti er nefninlega svo mun meira heldur en meðlæti! Þó það væri reyndar ekki hægt að borga mér fyrir að vera grænmetisæta, þá er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt!

Grænmetisbökur eru mjög skemmtilegar og auðveldar, maður getur auðveldlega gert þær alveg að sínu höfði og um að gera að prófa sig áfram með allskonar hráefni. Bökur sem þessar kallast quiche á móðurmálinu, frönsku. Þær eru partur af franskri matarhefð en eru nú til í hundrað mismunandi útgáfum í takt við hinar ýmsu menningar.  Continue reading

Advertisements

Bjórbrauð

IMG_0932Eins mikið og ég elska að elda, þá er ég ekkert sérlega góð í að baka. Eitt af því fyrsta sem mig langaði að fá Ísak til þess að kenna mér var að baka mjúk brauð og góðar kökur. Ég hef hingað til bara masterað eina köku og það er frönsk súkkulaðikaka, en hún er um það bil það auðveldasta í heimi.

Um daginn héldum við brunch og bökuðum fyrir það djúsí bjórbrauð. Það er ekkert ger í brauðinu svo fyrirhöfnin er lítil og útkoman æðisleg! Brauðið er, eins og flest brauð, langbest heitt með klípu af smjöri.  Continue reading