Fajitas í ofni

Processed with Rookie

Hver elskar ekki góðar fajitaskökur, fylltar með allskonar gúmmelaði og bornar fram með góðu guacamole?

Ég ætla auðvitað ekki að fara að halda því fram að þetta sé jafn gott og alvöru fajitas sem maður fengi hjá mexíkóskri fjölskyldu – en þetta var fáránlega gott og fáránlega einfalt!

Ef þú ert orðin þreyttur á að borða fajitas alltaf eins, þá er þetta sjúklega auðveld leið til að uppfæra góðan rétt og gera hann ennþá betri!

Continue reading

Kvöldverður með góðum vinum

IMG_1110Við Ísak elskum að bjóða fólki í mat, ekki að það komi neinum á óvart. Núna á föstudaginn buðum við vinafólki okkar Ottó og Jenný í nautasteikur og kokteila. Við tókum okkur góðan tíma í að elda öll saman, drekka góða drykki og spjalla.

Mér finnst jafn gaman að fá fólk í fínan mat og heimilismat. Það er svo gaman að taka sér tíma, elda saman og nostra við matinn, setjast svo öll niður og njóta.

Við leyfum okkur stundum að fara á fína veitingastaði (sem virkar rosalega vel þegar kærastinn manns er kokkur og allskonar fríðindi fylgja því) en stundum finnst okkur skemmtilegra að elda alvöru steikur og fínan mat heima og bjóða vinum í mat!

 

Continue reading

Heimagerð beikon- og eplasulta

IMG_0880Beikon er allra meina bót, það er mín speki. Beikon á allt segi ég nú bara. Um daginn vorum við Ísak að halda brunch á Bragagötunni fyrir brunchklúbbinn okkar. Já, við erum svaka fullorðins meðlimir í brunchklúbb.

Okkur langaði að prófa að gera eitthvað alveg nýtt í þetta skiptið og ákváðum að gera beikonsultu og bjórbrauð. Uppskriftina að brauðinu má nálgast hér.

Sultan hinsvegar, hljómar í sjálfu sér eins og voða flókið dæmi, en maður lifandi hvað þetta var auðvelt, fljótgert og bragðgott!  Continue reading

Hakkbollur með cheddar

IMG_0599

Einu sinni var allt sem ég eldaði með kjúklingi, vegna þess að mér hafði tekist að mastera að elda kjúkling. Undanfarið hef ég verið að mastera að gera kjötbollur og það er í rauninni sjúklega auðvelt að gera góðar, djúsí kjötbollur!

Þessi uppskrift er í rauninni samtíningur úr nokkrum uppskriftum, bæði frá mömmu, Jamie Oliver og hausnum á mér. Það er nefninlega hægt að setja hvað sem er í bollurnar, það fer bara allt eftir því hvað mann langar hverju sinni.  Continue reading

Lasagne

Processed with Rookie

Það er ekkert leyndarmál að ég elska Jamie Oliver. Ég myndi líklegast fara að grenja ef ég myndi hitta hann, ég dýrka matseldina hans og lífsspeki. Þessi uppskrift er úr bókinni Ministry of Food en með þeirri bók hvetur Jamie fólk og fjölskyldur til að læra og fullkomna nokkrar góðar uppskriftir og deila þeim með öðrum! Þannig í takt við  lífsspeki eftirlætismatreiðslumannsins míns, ætla ég að deila með ykkur hinni fullkomnu lasagne uppskrift.  Continue reading