Fajitas í ofni

Processed with Rookie

Hver elskar ekki góðar fajitaskökur, fylltar með allskonar gúmmelaði og bornar fram með góðu guacamole?

Ég ætla auðvitað ekki að fara að halda því fram að þetta sé jafn gott og alvöru fajitas sem maður fengi hjá mexíkóskri fjölskyldu – en þetta var fáránlega gott og fáránlega einfalt!

Ef þú ert orðin þreyttur á að borða fajitas alltaf eins, þá er þetta sjúklega auðveld leið til að uppfæra góðan rétt og gera hann ennþá betri!

Auðvitað verður svo allt líka betra og hollara ef við gerum það sjálf frá grunni. Með þessum rétt hafði ég heimagert tómatsalsa og heimagert guacamole, ótrúlega ferskt og ótrúlega einfalt! Ég kaupi líka alltaf heilhveitikökur en ekki með hvítu hveiti, mér finnst þær mun betri og svo eru þær að sjálfsögðu hollari. Í svona rétt myndi ég miða við 1-2 kökur á mann, ég gat reyndar bara borðað eina því hún var svo djúsí og stappfull af kjöti og grænmeti. Við elduðum 6 kökur og tókum með okkur í hádegismat daginn eftir.

Fajitas í ofni (6 manns)
6 heilhveiti fajitaskökur
500 gr nautahakk
1 dós maísbaunir
1 askja sveppir
6 ostsneiðar
200 gr rifinn ostur
Sýrður rjómi
Salsasósa

Heimagert tómatsalsa
3 stórir tómatar
1 rauðlaukur
1 paprika
1 rauður chili, án fræja
Limesafi
Mynta
Salt & pipar

Heimagert guacamole
Uppskrift hér

IMG_1656Fyrir tómatsalsað verður að sjá til þess að tómatarnir séu skornir svakalega fínt og rauðlaukurinn og paprikan sömuleiðis. Skerið svo chilipiparinn. Best er að skera af honum endann með stilknum, skera hann svo þvert í tvennt og skafa fræin úr með teskeið. Það sem ég hef lært við skurð á grænmeti er að flýta sér hægt, annars sker maður í sig. Ef þú ert ekki viss hvernig tækni þú átt að notast við skurðinn, þá eru til allskonar myndbönd á netinu! Því miður var Ísak bara búinn að skera niður í salsað áður en ég gat svo mikið sem tekið upp símann og náð mynd!

Skerið þetta allt voða lítið og næs, takið nokkur myntulauf og skerið fínt og bætið út á. Smá salt og pipar, safi úr hálfu lime og salsað er tilbúið. Auðvitað er best að smakka það til og finna hvort umami-bragð tómatanna og sýran úr lime-ávextinum skili sér saman!

Hitið ofnin á grilli og 200°C. Finnið til eldfast mót til að setja fajitas-kökurnar í. Hitið stóra pönnu á hellu, skvettið góðum slurk af ólífuolíu út á og búið ykkur undir að steikja hakkið. Steikið hakkið svo þar til það er steikt í geng, gullið og fallegt. Skerið sveppina og steikið með hakkinu. Bætið við maísbaununum alveg í lokin, slökkvið á hellunni og leyfið baununum bara að hitna með kjötinu á meðan það jafnar sig.

Því næst skal leggja fajitas-kökurnar á flatt yfirborð og byrja að fylla þær. Byrjum á sýrðum rjóma, því næst salsasósu (ekki heimagerða tómatsalsanu), svo hakki og að lokum ostinn.

Vefjið þeim saman, þétt og vel svo þær opnist ekki. Raðið þeim þétt í eldfasta mótið og stráið ostinum yfir. Það er aldrei hægt að setja of mikinn ost!

IMG_1668

Skellið þessu inn í ofn, leyfið að grilla í 5-10 mínútur, alveg þangað til osturinn er orðinn gullinn og grillaður. Þetta gæti ekki verið einfaldara, rétturinn tók okkur í mesta lagi 20 mínútur í gerð. Berið þetta svo fram með nóg af djúsí tómatsalsa, heimagerðu guacamole og sýrðum rjóma. Við áttum fetaost inn í ísskáp svo ég skellti nokkrum teningum á minn. Delish!

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s