Parmesanristað brokkolí

IMG_2184Brokkolí er allra meina bót! Með góðum rétt þarf alltaf að vera gott meðlæti og brokkolí er akkúrat grænmeti sem passar með svo mörgum réttum. Ég er sérstaklega hrifin af þessu parmesanristaða, því ég elska parmesan. Galdurinn er að setja nógu mikið af ostinum til að fá fallega seltu með brokkolíinu sem og stökkan ost til að gefa réttinum smá sérstöðu.

Þetta brokkolí passar einstaklega vel með fiski eða kjöti, eða eitt og sér sem snarl!

Continue reading

Heimagert guacamole

IMG_1662Þetta er án efa ein auðveldasta uppskrift í heimi. Það þarf ekki mörg innihaldsefni, aðferðin er sjúklega auðveld og bragðið enn betra!

Klassískt guacamole, eða avókadómauk, samanstendur af þroskuðu avókadó, salti, pipar og lime safa. Guacamole á rætur sínar að rekja til Azteca í Mexíkó og er núna einkennandi fyrir mekíkanska matargerð. Guacamole má njóta með góðu salsa og nachos, í flesta aðra mekíkanska rétti og meira að segja ofan á ristað brauð!

Avókadóið, safinn og saltið eru góður grunnur en það má alltaf bæta út í kryddum og sjá hvað gerist!

Continue reading

Brokkolí og kartöflumús

IMG_1565Það er alltaf gott að huga að því hvaða meðlæti hentar með hverjum rétt. Oftar en ekki er það meðlætið sem skiptir mestu máli eða gerir réttinn að því sem hann er.

Það er til dæmis alltaf gott að hafa kartöflur, stórar, litlar, grillaðar, bakaðar, sætar, músaðar – kartöflur eru snilld!

Með Kænugarðskjúklingum hafði ég þessa ómótstæðilegu brokkolí-kartöflumús. Hún er að sjálfsögðu meinholl og aðeins öðruvísi en venjuleg kartöflumús.  Continue reading

Grillaður aspas með skinku

IMG_1062Það er eitthvað svo ótrúlega fallegt og gott við grænan aspas – aspas súpur, grillaður aspas, aspas í sósur! Ég elska aspas og finnst hann góður sem meðlæti sem og réttur einn og sér. Ég sagði ykkur frá því um daginn að við Ísak buðum Ottó og Jenný í mat. Við elduðum yndislega nautalund, parmesan-kartöflur með og grænan aspas.

Aspas er árstíðarbundinn eins og flest annað grænmeti. Hann er ferskastur frá febrúar út júní og helst nokkuð ferskur í verslunum út júlí. Ég mæli með aspas á grillið í sumar!

Continue reading

Grænt pestó

IMG_1035Ég elska pestó! Allskonar pestó ofan á allskonar! Pestó með brauði og skinkum, pestó með ostum, með pasta, með kjúkling og í salöt. Ég lærði að gera mitt eigið pestó fyrir nokkru síðan og hef unnið að því að fullkomna grænu pestó uppskriftina mína.

Pestó á rætur sínar að rekja til Genoa í Liguria-héraði á Ítalíu. Hefðbundið pestó samanstendur af hvítlauk, basiliku, furuhnetum, parmesanosti og ólífuolíu. Það er í rauninni það sem við í vestræna heiminum þekkjum sem grænt pestó. Það er samt hægt að gera pestó úr nánast öllu svo framarlega sem maður heldur í grunnatriðin – furuhnetur, hvítlauk, parmesan og ólífuolíu!  Continue reading