Grillaður aspas með skinku

IMG_1062Það er eitthvað svo ótrúlega fallegt og gott við grænan aspas – aspas súpur, grillaður aspas, aspas í sósur! Ég elska aspas og finnst hann góður sem meðlæti sem og réttur einn og sér. Ég sagði ykkur frá því um daginn að við Ísak buðum Ottó og Jenný í mat. Við elduðum yndislega nautalund, parmesan-kartöflur með og grænan aspas.

Aspas er árstíðarbundinn eins og flest annað grænmeti. Hann er ferskastur frá febrúar út júní og helst nokkuð ferskur í verslunum út júlí. Ég mæli með aspas á grillið í sumar!

Í þetta skiptið ákvað ég að vefja aspasinn með rosaflottri, þykkri parmaskinku. Við vorum fjögur saman og ég valdi ferskt búnt af aspas, sem voru 12 stilkar. Við borðuðum það með kjötinu en það gæti líka hentað sem forréttur, smá svona fingramatur með léttri sósu.

Grillaður aspas með skinku (4-6 manns)
10-12 aspasstilkar
1 bréf parmaskinka
Salt & pipar

Byrjum á því að skera stilkana niður, ég skar stilkana t.d. í helminga í þessu tilfelli, svo þetta væri svona í fingrafæðisstærð. Því næst setjið pott á hellu með nóg af vatni og salti og náið upp suðu. Það er betra að sjóða stilkana áður en þeir eru settir inn í ofninn. 

IMG_1047

Aðferðin sem eg notaði heitir blanching eða blansera á góðri íslensku. Það þýðir í grunninn að sjóða aspasinn snöggt í sjóðandi vatni, kæla niður í ísvatni (eða ísköldu vatni) og framreiða. Aðferðin er góð þegar matreiða á grænmeti, sérstaklega grænt grænmeti. Með þessari aðferð helst bragðið sterkara og liturinn fallegri – aspasinn verður alveg extra stökkur undir tönn!

IMG_1049

Sjóðið stilkana í 2-4 mínútur per stilk, þangað til liturinn verður grænni og jafnari. Veiðið aspasinn úr pottinum, setjið í sigti og setjið undir kalt rennandi vatn samstundis. Þá er aspasinn blanseraður.

Því næst takiði aspasinn og vefjið hann inn í skinkuna, 1-2 sneiðar á stilk ætti að passa, fer eftir stærð stilkanna og hversu þykka maður vill hafa skinkuna. Saltið aðeins og piprið yfir.

IMG_1061

Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið aspasinn þangað til skinkan verður brún og stökk. Snúið aspasinum reglulega og náið sömu áferð allstaðar, ca. 2-3 mínútur. Svo þegar aspasinn er orðinn stökkur og flottur, skinkan umvafin og yndislega crispy.

Njótið sem meðlæti með smá parmesan ofan á eða gerið ferska og góða ídýfu til að dýfa ofan í! Delish!

Advertisements

One thought on “Grillaður aspas með skinku

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s