Brokkolí og kartöflumús

IMG_1565Það er alltaf gott að huga að því hvaða meðlæti hentar með hverjum rétt. Oftar en ekki er það meðlætið sem skiptir mestu máli eða gerir réttinn að því sem hann er.

Það er til dæmis alltaf gott að hafa kartöflur, stórar, litlar, grillaðar, bakaðar, sætar, músaðar – kartöflur eru snilld!

Með Kænugarðskjúklingum hafði ég þessa ómótstæðilegu brokkolí-kartöflumús. Hún er að sjálfsögðu meinholl og aðeins öðruvísi en venjuleg kartöflumús. 

Músin hentar með mörgum réttum, væri góð með grilluðu kjöti eða fisk sem og kjúkling. Hún sameinar allt það góða í kartöflunum og brokkolíinu. Það er líka smá sítróna í henni þannig í réttinn kemur auka sýra sem er alltaf vel.

Brokkolí- og kartöflumús (4-6 manns)
6-7 litlar kartöflur
1 brokkolíhaus
Sítrónusafi
Ólífuolía
Salt og pipar

Setjið stóran pott á heita hellu, hálffullan af vatni og stráið vel af borðsalti í vatnið. Það saltar grænmetið og leyfir vatninu að ná suðu fyrr. Setjið kartöflurnar út í vatnið og leyfið að sjóða í 12-15 mínútur eftir að vatnið hefur náð suðu.

Processed with Rookie

Ég flysjaði ekki kartöflurnar, ég vildi hafa þessa mús svolítið rustic og grófa. Sumum finnst betra að flysja hýðið af og hafa músina mýkri en það er algjörlega smekksatriði.

Þegar rúmlega helmingur suðutíma kartaflanna er liðinn (mæli með skeiðklukku í þetta) skal rífa niður brokkolíhausinn og setja út í vatnið. Skerið stilkana af og brjótið brokkolíið af. Leyfið svo kartöflunum og brokkolíinu að sjóða saman í ca. 8 mínútur. Grænmetið er tilbúið þegar kartöflurnar eru dúnmjúkar í gegn og brokkolíið er orðið alveg sumargrænt á litinn.

IMG_1556

Takið pottinn af hellunni og hellið innihaldinu yfir sigti. Sigtið vatnið frá og leyfið grænmetinu aðeins að jafna sig og gufast, í svona 30-40 sek. Því næst skelliði brokkolíinu og kartöflunum í stóra skál og maukið saman með stappara eða öðru áþekku áhaldi. Slurkið vel af ólífuolíu yfir, góða klípu af salti og pipar og að lokum kreistið einn vænan sítrónubát yfir og blandið vel saman.

Músin er klár! Verði ykkur að góðu!

Advertisements

One thought on “Brokkolí og kartöflumús

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s