Parmesanristað brokkolí

IMG_2184Brokkolí er allra meina bót! Með góðum rétt þarf alltaf að vera gott meðlæti og brokkolí er akkúrat grænmeti sem passar með svo mörgum réttum. Ég er sérstaklega hrifin af þessu parmesanristaða, því ég elska parmesan. Galdurinn er að setja nógu mikið af ostinum til að fá fallega seltu með brokkolíinu sem og stökkan ost til að gefa réttinum smá sérstöðu.

Þetta brokkolí passar einstaklega vel með fiski eða kjöti, eða eitt og sér sem snarl!

Til að ná bragðinu úr brokkolíinu sem best fram og einnig til að ná því stökku og góðu, er best að blansera það áður en það er sett inn í ofn. Þið munið kannski eftir þessari aðferð en ég notaði hana fyrr í sumar þegar ég var með aspas á boðstólnum.

Þetta er sáraeinfalt. Hitið vatn í stórum potti og setjið vel af borðsalti ofan í pottinn. Það þarf að vera svo mikið salt að þegar maður bragðar á vatninu bragðast það eins og sjór. Leyfði vatninu að ná suðu. Með því að salta vatnið verður það vissulega aðeins fljótara að ná suðu en með þessu kryddum við líka brokkolíið áður en það fer inn í ofn. IMG_2181

Hitið ofnin á undir/yfir hita í 180°c.

Skerið svo brokkolíið í bita, alveg eins stóra eða litla og þið viljið hafa þá. Þegar vatnið hefur náð suðu skal setja grænmetið ofan í pottinn og sjóða í góðar 2-3 mínútur. Brokkolíið er tilbúið þegar það er orðið stökkt og alveg fagurgrænt í gegn.

Grípið einn og einn bita upp og leggið í skál fulla af ísköldu vatni. Sumir nota klakavatn til að ná kuldanum alveg en mér finnst nóg að setja bara alveg kaldasta vatnið sem íbúðin hefur upp á að bjóða.

Leggið svo grænmetið í eldfast mót og stráið vel af parmesanosti yfir, það er ekki til neitt sem heitir of mikið af parmesan hér. Setjið svo mótið inn í ofn og hafið brokkolíið í ofninum alveg þangað til osturinn er orðinn stökkur og gullbrúnn.

Takið þá brokkolíið úr ofninum, stráið aðeins meiri osti yfir og berið fram með matnum. Þetta er alveg æðislega gott og meinhollt í þokkabót!

Advertisements

One thought on “Parmesanristað brokkolí

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s