Heimagert guacamole

IMG_1662Þetta er án efa ein auðveldasta uppskrift í heimi. Það þarf ekki mörg innihaldsefni, aðferðin er sjúklega auðveld og bragðið enn betra!

Klassískt guacamole, eða avókadómauk, samanstendur af þroskuðu avókadó, salti, pipar og lime safa. Guacamole á rætur sínar að rekja til Azteca í Mexíkó og er núna einkennandi fyrir mekíkanska matargerð. Guacamole má njóta með góðu salsa og nachos, í flesta aðra mekíkanska rétti og meira að segja ofan á ristað brauð!

Avókadóið, safinn og saltið eru góður grunnur en það má alltaf bæta út í kryddum og sjá hvað gerist!

Því miður, eins og flestir sem borða avókadó vita, þá er mjög erfitt að halda því fersku og góðu eftir að það hefur verið opnað. Það er því mun erfiðara að geyma guacamole en t.d. græna pestóið. Því mæli ég með að gera aldrei mikið í einu og borða það 1-2 dögum eftir að það hefur verið opnað. Reynið líka að velja avókadó úr búðinni sem er ekki alveg grjóthart en heldur ekki alveg dúnmjúkt og lint. Það er ákveðin æfing að finna fullkomið avókadó en….þegar það gerist, maður lifandi hvað það er gaman!

Guacamole
1 meðalstórt, þroskað avókadó
1 lime
Salt & pipar
Nokkur myntulauf
Ólífuolía

11001836_10206259910475825_97079104524889569_n

Það er ekkert fallegra en fullkomlega þroskað avókadó! Til að skera avókadó er best að stinga hnífnum í toppinn á því og renna blaðinu í gegnum ávöxtinn. Skerið hann þvert í hring og þannig finnið þið fyrir steininum í miðjunni. Takið síðan í annan helminginn og snúið aðeins, lyftið honum svo af og voilá – avókadó! Stingið hnífnum í steininn og náið honum úr.

Skafið svo kjötið úr hýðinu og setjið í skál. Skerið lime í tvennt og saxið myntulaufin fínt.

IMG_1660

Blandið þessu öllu saman í skál og stappið með gaffli. Stappið þessu saman alveg þangað til áferðin verður mjúk og falleg. Ekki hugsa um að losa ykkur við alla klumpa eða stóra bita, guacamole þarf ekki að vera alveg smjörkennt. Saltið og piprið eftir smekk, kreistið limesafan út á og hellið góðum slurk af ólífuolíu yfir. Byrjið frekar á að salta minna og setja minni safa, því það má alltaf bæta við en það er erfiðara að taka úr.

Ég mæli svo með því að prófa sig áfram, eftir því hvað þú vilt fá út úr guacamolemaukinu. Það má t.d. bæta við chili eða cayennepipar, basil eða jalapeno eða bara hvað sem ykkur dettur í hug!

Þetta er ekki flóknara en þetta! Nú áttu heimatilbúið, gómsætt guacamole!

Advertisements

One thought on “Heimagert guacamole

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s