Tagliatelle með piparostasósu og beikon

IMG_0974

Pasta er örugglega eitt það auðveldasta sem hægt er að elda, hvort sem það er heimagert eða keypt út í búð. Í þetta skiptið fór ég nú bara út í Krambúð og greip með mér einn poka af tagliatelle.

Þessi uppskrift er það sem ég kýs að kalla TTÍK (tekið til í kæli) þar sem hún er ljúffengt samansafn af því sem ég átti til í ísskápnum.

Hérna getið þið líka séð uppskriftina að piparostasósunni sem ég elska og set út á bókstaflega allt. Uppskriftin virkar eins með alla aðra sambærilega osta.  Continue reading

Ravioli með tómötum, basil og mozzarella

Processed with Rookie

Það er ekkert leyndarmál að ég elska gott pasta. Það er bara eitthvað svo fallegt við ítalska matargerð, kolvetnin í bland við öll fersku brögðin, grænmetið og ostinn – maður getur ekki annað en hrifist. Pasta, stoð og stytta ítalskrar matargerðar, kemur í mörgum mismunandi formum. Ravioli eru pastaskeljar fylltar með einhverskonar góðri fyllingu. Í rauninni er hægt að setja allt sem hugann lystir inn í ravioli skeljar. Í þessu tilfelli setti ég klassíska samsetningu – tómat, mozzarella og basillauf.  Continue reading