Kænugarðskjúklingur

Processed with Rookie

Í gær galdraði ég fram klassískan rétt sem fólk ætti að kannast við, Kænugarðskjúkling eða Chicken Kiev eins og hann heitir á enskunni.

Þetta er algjört “comfort food” og er þessi uppskrift einmitt úr bók Jamie Oliver sem heitir Comfort Food. Uppskriftin sjálf er þó alls ekki ný af nálinni þar sem rétturinn á rætur sínar að rekja til fyrrum Sóvétríkjanna. Það fara þó tvennar sögur af því hvort rétturinn sé upprunnin frá Úkraínu eða frá snobbuðum rússneskum matarklúbbum í byrjun 20.aldar. Hvað sem því líður þá er Kænukjúllinn ómótstæðilegur og djúsí!

Continue reading

Advertisements

Grillaður aspas með skinku

IMG_1062Það er eitthvað svo ótrúlega fallegt og gott við grænan aspas – aspas súpur, grillaður aspas, aspas í sósur! Ég elska aspas og finnst hann góður sem meðlæti sem og réttur einn og sér. Ég sagði ykkur frá því um daginn að við Ísak buðum Ottó og Jenný í mat. Við elduðum yndislega nautalund, parmesan-kartöflur með og grænan aspas.

Aspas er árstíðarbundinn eins og flest annað grænmeti. Hann er ferskastur frá febrúar út júní og helst nokkuð ferskur í verslunum út júlí. Ég mæli með aspas á grillið í sumar!

Continue reading

Rauðrófupestó

11651210_10207260931460724_54954118_nHérna kemur óbilandi pestóástin mín aftur til skjalanna. Ég sagði ykkur frá því um daginn þegar ég gerði grænt pestó, sem er þetta klassíska pestó frá Genoa. Pestóið inniheldur grunninnihaldsefni allra pestóuppskrifta – furuhnetur, hvítlauk, parmesan og ólífuolíu.

Svo framarlega sem maður heldur í þessa grunnhugmynd er hægt að bæta hverju sem er út í og gera það að girnilegu pestói.

 

 

Continue reading

Kokteill: Bee’s Knees

Processed with Rookie

Hver elskar ekki góðan kokteil?

Á síðustu árum hefur kokteilamenningin sprungið út á Íslandi og barir í auknum mæli farnir að bjóða upp á flotta, metnaðarfulla kokteila. Barþjónar hafa líka menntað sig betur í kokteilagerð, farið erlendis og komið til baka með þekkingu og ferskleika í fagið.

Eins og það er nú gaman að fara út á lífið og splæsa í góðan kokteil er álíka gaman að hrista slíka heima hjá sér. Kokteillinn sem ég hristi fyrir Ottó og Jenný í matarboðinu um daginn heitir Bee’s Knees og á sér afar skemmtilega og fræðandi sögu!

Continue reading

Þorskur í parmesan og steinseljuraspi

Processed with Rookie

Ég skora á ykkur öll, lesendur góðir, að borða meiri fisk. Ég var sjálf dauðhrædd við að elda og borða fisk því reynsla mín af fiskáti var ýmist fiskfars í formi fiskibolla í skólamötuneyti eða ofeldaðrar ýsu með tómatsósu og kartöflum.

Nú á síðari árum fórum við fjölskyldan að borða bleikjur og lax í auknum mæli, sögðum skilið við ýsuna með tómatsósunni og fögnuðum grilluðum lax og sætum kartöflum.

Þegar ég flutti að heiman ákvað ég svo að reyna að borða meiri fisk og þó það heiti hafi helst verið bundið sushiáti fyrst um sinn erum við Ísak að verða æ duglegri að elda fisk.

Continue reading

Kjúklingasalat með grænpestópasta

IMG_1273 Þetta salat er ákaflega einfalt og gott, fljótlegt og þægilegt. Ég nota í það græna pestóið sem ég sýndi ykkur um daginn en það má líka nota rautt pestó eða annarsskonar ferskt pestó.

Þetta salat er ákveðið form af TTÍK, ég tók saman nokkra góða hluti úr ísskápnum og setti í salatið. Vanalega myndi ég hafa beikon líka og jafnvel brauðteninga eða hnetur, eitthvað til að gefa salatinu smá crunch, það er svo gott en í þetta skiptið átti ég hvorugt í ísskápnum og tjah, nennti ekki í búð!

En þetta salat er engu að síður ótrúlega gott og ferskt og pestóið skilar sér alveg í réttinn!

Continue reading

Grænt pestó

IMG_1035Ég elska pestó! Allskonar pestó ofan á allskonar! Pestó með brauði og skinkum, pestó með ostum, með pasta, með kjúkling og í salöt. Ég lærði að gera mitt eigið pestó fyrir nokkru síðan og hef unnið að því að fullkomna grænu pestó uppskriftina mína.

Pestó á rætur sínar að rekja til Genoa í Liguria-héraði á Ítalíu. Hefðbundið pestó samanstendur af hvítlauk, basiliku, furuhnetum, parmesanosti og ólífuolíu. Það er í rauninni það sem við í vestræna heiminum þekkjum sem grænt pestó. Það er samt hægt að gera pestó úr nánast öllu svo framarlega sem maður heldur í grunnatriðin – furuhnetur, hvítlauk, parmesan og ólífuolíu!  Continue reading

Kvöldverður með góðum vinum

IMG_1110Við Ísak elskum að bjóða fólki í mat, ekki að það komi neinum á óvart. Núna á föstudaginn buðum við vinafólki okkar Ottó og Jenný í nautasteikur og kokteila. Við tókum okkur góðan tíma í að elda öll saman, drekka góða drykki og spjalla.

Mér finnst jafn gaman að fá fólk í fínan mat og heimilismat. Það er svo gaman að taka sér tíma, elda saman og nostra við matinn, setjast svo öll niður og njóta.

Við leyfum okkur stundum að fara á fína veitingastaði (sem virkar rosalega vel þegar kærastinn manns er kokkur og allskonar fríðindi fylgja því) en stundum finnst okkur skemmtilegra að elda alvöru steikur og fínan mat heima og bjóða vinum í mat!

 

Continue reading

Tagliatelle með piparostasósu og beikon

IMG_0974

Pasta er örugglega eitt það auðveldasta sem hægt er að elda, hvort sem það er heimagert eða keypt út í búð. Í þetta skiptið fór ég nú bara út í Krambúð og greip með mér einn poka af tagliatelle.

Þessi uppskrift er það sem ég kýs að kalla TTÍK (tekið til í kæli) þar sem hún er ljúffengt samansafn af því sem ég átti til í ísskápnum.

Hérna getið þið líka séð uppskriftina að piparostasósunni sem ég elska og set út á bókstaflega allt. Uppskriftin virkar eins með alla aðra sambærilega osta.  Continue reading