Blogg: Lífstílsbreyting hin hundraðasta

11911730_10207756985581767_889262031_nNú verður þetta aðeins persónulegra

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei verið neinn íþróttaálfur, sem er furðulegt í sjálfur sér þar sem pabbi minn er körfuboltahetja mikil og var ég nánast alin upp í Íþróttahöllinni á Akureyri. En brást mér alltaf boltalistin og þótt mér framan af hreyfing tilgangslaus og leiðinleg.

Ég hef á seinni árum, eins og flest allar konur (sem er miður), verið óánægð með sjálfa mig. Óánægð með magann og handleggina, fótleggina og appelsínuhúðina. Ég hef margsinnis reynt að bæta og breyta, einblínt á kíló og fituprósentur, hætt að borða og borðað svo á mig gat og allt þar á milli.

Nú er komið svo að í þriðja sinn á ævinni hef ég fengið gersamlega nóg af sjálfri mér. Í þetta sinnið var það þó ekki bara kílóin sem fóru í taugarnar á mér, heldur andlega líðanin líka. Ég hef lengi glímt við þunglyndi og smávægilegan kvíða og finn ég alltaf þvílíkan mun á mér, þegar ég fer að hreyfa mig. Það er nefninlega svo merkilegt hvernig andleg og líkamleg heilsa helst í hendur!

Ég ætla því að taka mér það listamannslega leyfi að nota bloggið svona endrum og eins til að segja ykkur frá árangrinum og æfingunum, mataræðinu og þess háttar – án þess þó að flokkast undir þennan alræmda “lífstílsbloggara”. Ég mun aðeins bæta við nokkrum færslum hérna inn á milli, fyrir aðrar sófakartöflur til að lesa og fyllast innblæstri.

Ástæða þess að aldrei hefur mér tekist að láta slíka lífstílsbreytingu festast sem lífstíl, er í sjálfu sér einföld – ég fer alltaf fram úr sjálfri mér. Ég kaupi nýjan rætkargalla og brúsa, próteindunk og líkamsræktarkort. Ég mæti í hundrað tíma á einni viku, púla og púla, borða varla meira en tvö hrökkbrauð og tel ofan í mig hvern einasta sykurmola. Svo um leið og ég missi úr eina æfingu eða fæ mér einu kókglasi of mikið, gefst ég upp. Ég er sjálfgreindur sykurfíkill og krónísk sófakartafla.

11910721_10207756985181757_1031475941_nÉg er hætt að einblína á kíló, fituprósentur og ummál. Ég ætla að hætta að mála sykurskrattann á vegginn og blóta flóknum kolvetnum sem og einföldum. Það sem ég ætla að gera, og trúi því að með því hugarfari takist mér ætlunarverkið, er að hægt og rólega breyta lífstíl mínum til þess betra. Standa upp úr sófanum, borða hollari mat og leyfa mér inn á milli munúðarvörur og matarboð og í stað þess að fá kílóaþráhyggju ætla ég að fá hamingjuþráhyggju! Ég ætla að verða hraustari og hressari, flink í jóga og æfa mig að elda skemmtilegan, hollan og einfaldan mat!

Ég vona innilega að sófakartöflurnar í kringum mig sem vantar innblástur og hvatningu, sem oft lenda á bloggsíðum fitnesstúlkna og líkamsræktarjöfra (sem er í sjálfu sér ekkert varhugavert) sjái hérna venjulega stelpu sem elskar lífið og langar að læra að njóta þess til fulls – þó svo að það sé erfitt að vakna snemma í ræktina!

11950765_10207756983181707_1049555497_n

Það verður sannarlega spennandi að sjá hvert þetta blogg leiðir okkur – kannski keppi ég bara í fitness eftir allt saman! 😉

xoxo
Silja Björk

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s