Grænmetisbaka

IMG_2343Í takt við hollara mataræði og breyttan lífstíl, hef ég ákveðið að prófa mig áfram með grænmetisuppskriftir. Grænmeti er nefninlega svo mun meira heldur en meðlæti! Þó það væri reyndar ekki hægt að borga mér fyrir að vera grænmetisæta, þá er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt!

Grænmetisbökur eru mjög skemmtilegar og auðveldar, maður getur auðveldlega gert þær alveg að sínu höfði og um að gera að prófa sig áfram með allskonar hráefni. Bökur sem þessar kallast quiche á móðurmálinu, frönsku. Þær eru partur af franskri matarhefð en eru nú til í hundrað mismunandi útgáfum í takt við hinar ýmsu menningar. 

Í grunninn er hver baka gerð úr góðu smjördegi og fyllt með eggja og ostablöndu ásamt hinu ýmsu innihaldsefnum, grænmeti, sjávarfangi og öðru. Hefðin er að baka þær í hringlaga kökuformum, en þar sem ég átti ekki svoleiðis til var það gamla góða eldfasta mótið. Ég viðurkenni það að sökum tímaleysis gerði ég deigið ekki sjálf, en næst þegar ég skelli í svona böku skal ég kenna ykkur að gera deig! Það er ekki flókið að gera deigið, en það þarf að gefa því biðtíma og leyfa því að jafna sig. Ég setti svo einfaldlega það grænmeti og krydd sem mig langaði og var viss um að myndi passa vel saman!

Grænmetisbaka (4-6 manns)
1 pk smjördeig
1 brokkolíhaus
4 gulrætur
6-8 kirsuberjatómatar
6-8 sveppir
1/2 rauð paprika
100 gr spínat
Nokkrir stilkar ferskt timjan
Góð lúka af vorlauk

5 egg
50 gr rifinn ostablanda
5 msk sýrður rjómi
45 gr parmesan ostur

Salt & pipar

Processed with Rookie Cam

Hitið ofninn á 180-200°C og yfirhita. Fletjið út deigið með kefli og smá auka hveiti. Passið að deigið sé jafnt og þétt. Smyrjið eldfasta mótið með olíu. Leggið deigið yfir eldfasta mótið og komið því vel fyrir. Passið ykkur að móta það alveg eftir mótinu sem þið eruð að nota. Engar áhyggjur ef deigið rifnar, þá er hægt að laga það með smá aukaklípu af deigi. Myndið fallega skorpu efst, svipað eins og þegar maður bakar pizzu. IMG_2339

Síðan er að baka deigið, svo það verði stökkt og gott. Leggið tvö lög af matarfilmu eða álpappír yfir deigið og þekið vel. Fyllið svo mótið af óelduðum hrísgrjónum, til að halda deginu þétt við botninn og svo það bakist ekki upp úr forminu. Bakið deigið svo í 10 mínútur, þannig að það verði stökkt og gullið. Takið formið svo út og hrísgrjónin af, leifið deginu að jafna sig og haldið áfram.

Nú ættu lesendur mínir að vera góðkunnir blancheringunni sem ég er svo hrifin af, en í þetta sinn blancheraði ég gulræturnar og brokkolíið saman. Byrjið á því að skera niður allt grænmetið, eins gróft og fínt og ykkur lystir.

Hitið vatn í stórum potti á heitri hellu með nóg af salti. Þegar vatnið hefur náð suðu, leggið gulræturnar og brokkolíið í vatnið og setjið lok yfir. Leyfið þessu að sjóða í 3-4 mínútur. Á meðan grænmetið er að sjóða, hitið þá pönnu með góðum slurk af ólífuolíu á hellu.

IMG_2330

Skerið nokkra timjanstilka niður, mjög fínt. Á pönnuna fara síðan sveppirnir, vorlaukurinn, timjanið og spínatið. Þegar maður steikir spínat minnkar það rosalega um sig og verður næstum að mauki sem fer rosalega vel í svona bökur. Steikið grænmetið þangað til sveppirnir og laukurinn eru orðnir fa
llega gylltir og spínatið er orðið að blautu mauki.

IMG_2334Þá ættu gulræturnar og brokkolíið að vera tilbúið, takið pottinn
af hellunni, hellið ísjökulköldu vatni í stóra skál og veiðið síðan grænmetið upp úr sjóðandi vatninu og setjið í kalda vatnið. Leyfið því að kólna og jafna sig og takið eftir hvernig litirnir e
ru orðnir skarpari, það er svo fallegt.

Nú þegar grænmetið er allt tilbúið og deigið að jafna sig í mótinu, er um að gera að skella í eggjablönduna. 2015-09-09

Brjótið eggin í stóra skál, blandið rifna ostinum við og pískið saman. Setjið síðan sýrða rjóman út í blönduna og því næst parmesanostinn. Ég reif parmesanostinn mjög fínt því það gefur mjög góða og mjúka áferð. Passið ykkur bara þegar þið notið parmesanost að hann er mjög saltur og því er óþarfi að salta matinn jafn mikið og maður myndi venjulega gera. Saltið engu að síður og piprið. Pískið blönduna vel saman, þangað til hún er orðin ljósgul og létt. Það er eðlilegt að sýrði rjóminn sé ennþá í smá kekkjum samt, algjör óþarfi að eltast við að píska það alveg burt.

Processed with Rookie Cam

Blandið grænmetinu við eggjablönduna og hrærið þessu öllu vel saman, þekið grænmetið allt í eggjum og osti – gulrætur, brokkolí, spínat og sveppir, tómatar og paprika! Hellið þessu svo í formið og sléttið úr. Ég ákvað að setja mitt tvist á bökuna og setti restina af rifna ostinum ofan á, þó það sé ekki vaninn. Bakið hana svo í ofninum í 20-30 mínútur á fullum hita, og ef hún er ekki bökuð í gegn eftir þann tíma má taka hana úr ofninum, skera aðeins í hana og leyfa bleytunni að seytlast á milli, og baka hana í aðrar 10 mínútur á minni hita. Takið hana út og leyfið henni að kólna, jafnvel inn í ísskáp.

Berið bökuna svo fram með góðri kaldri sósu, t.d. kotasælu og sítrónupipar eða einhverju góðu sinnepi. Hafið gott grænt salat með og njótið! Svo skora ég á ykkur að prófa að gera ykkar eigin grænmetisbökur, með ykkar uppáhaldsgrænmeti!

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s