Dúnmjúkt pasta

IMG_0856 Þegar ég segi fólki að ég elski að gera mitt eigið pasta hugsa allir að ég hljóti nú að vera eitthvað klikk að nenna því. Í sannleikanum sagt er alls ekkert svo flókið að gera heimatilbúið pasta en…það er tímafrekt.

Ég er búin að fara í gegnum nokkrar pastauppskriftir í gegnum tíðina og prófa mig áfram. Fyrst þegar ég gerði pasta frá grunni notaði ég einhverja uppskrift af netinu og átti ekki einu sinni kökukefli, hvað þá pastavél, til að fletja út degið. Það var frekar leiðinlegt og tímafrekt!

En núna er ég búin að finna hina fullkomnu pastauppskrift sem hentar í allar tegundir af pasta, frá ravioli, tagliatelle til spaghetti. Já, ég er að namedroppa pastategundir…

Allaveganna, uppskriftin kemur úr matreiðslubók Thomas Keller, “The French Laundry Cookbook”, en The French Laundry er fallegur franskur veitingastaður í Kaliforníu og Thomas Keller er sjálfur virtur kokkur og matreiðslumeistari. Ég mun aldrei hætta að elska og predika Jamie Oliver en þessi pastauppskrift er bara fullkomin!

Pastadeig

235 gr. hveiti
6 stórar eggjarauður
1 stórt egg
1 1/2 teskeið ólífuolía
1 teskeið mjólk
Klípa af salti

Innihaldsefnin eru alls ekki flókin en það er aðferðin sem er það! Sumir setja hveitið á borð og hnoða deigið saman á borðinu en mér finnst best að gera það fyrst í skál. Setjið hveitið í skál og myndið holu í miðjunni, svona eins og vöggu fyrir eggin og vökvann.

Brjótið eggin 6 og síið rauðurnar frá. Mér finnst best að gera það þannig að brjóta eggið fyrir ofan eina skál, hella egginu í lófann á mér og láta rauðuna skilja sig frá hvítunni með því að sigta hvítuna á milli fingranna á mér. Þá haldast rauðurnar heilar og þó subbuskapurinn verði meiri verður pastað betra!

2015-05-15

Leggið síðan rauðurnar í fallegu hveitivögguna og bætið vökvanum og saltinu út í. Brjótið síðasta eggið út í, hvítu og allt. Þá er að byrja að hnoða en það er best að vera rólegur og þolinmóður, brjóta rauðurnar rólega upp með fingrunum og hnoða síðan í hringi frá miðju og leyfa eggjunum og hveitinu að blandast náttúrulega saman. Svo er bara að hnoða og hnoða þangað til allt hefur blandast saman.

 IMG_0850IMG_0852

Þegar deigið er orðið að heilum klumpi er gott að taka það úr skálinni, dreifa smá hveiti á borðið og byrja að hnoða á borðinu. Deigið á að vera jafnt og mjúkt, teygjanlegt en á ekki að slitna auðveldlega, svolítið eins og kennaratyggjó.

Nú á að leyfa deginu að jafna sig aðeins. Pakkið því þétt inn í plastfilmu og geymið í ísskápnum í ca. 20-30 mínútur.IMG_0853

Deigið er tilbúið! Næstu skref ráðast algjörlega af því hvernig pasta fólk vill fá út úr deginu. Maður þarf alls ekki að eiga pastavél til að gera gott pasta, fyrst notaði ég vínflösku sem kökukefli en ég mæli þó með að eiga gott kökukefli eða pastavél. Pastavélina mína fékk ég í jólagjöf en hún heitir Imperial og fæst í Kokku. Með henni get ég gert flatt pasta, spaghetti og tagliatelle.

(afsakið að ég klippti ekki hljóðið út, það er smá fyndið þegar ég er að skipa Ísak fyrir)

Galdurinn er að hafa pastað hvorki of þykkt, né of þunnt. Þegar þið leggið það frá ykkur er best að leggja það á þurran flöt, helst stráðu með hveiti, svo það festist ekki.

Hér getið þið svo séð hvernig ég geri ravioli með tómat, basil og mozzarella fyllingu!

Advertisements

2 thoughts on “Dúnmjúkt pasta

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s